Norskir þingmenn á lokuðum fundi

19.06.2017 - 07:42
Mynd með færslu
 Mynd: Stortinget Oslo  -  Wikipedia Commons
Norska stórþingið kom saman snemma í morgun til lokaðs fundar til að ræða nýja skýrslu ríkisendurskoðunar landsins um öryggismál. Að sögn fréttastofu norska ríkisútvarpsins NRK leiðir skýrslan í ljós að lögreglan og her landsins telja sig ekki vera í stakk búin til að verja mikilvægar opinberar byggingar er öryggi ríkisins verður ógnað.

Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir fundinn. Þá urðu þingmenn að skilja farsíma sína eftir utan við fundarsalinn áður en þeir gengu inn. Áætlað var að þessi lokaði fundur stæði í tvær klukkustundir. Að honum loknum stóð til að þingið kæmi saman til hefðbundinnar dagskrár.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV