Níu í varðhaldi eftir mótmælin á Norðurbrú

02.03.2017 - 06:11
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Hreinsunarstarf er hafið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn eftir átök gærkvöldsins. Danska ríkisútvarpið, DR, hefur eftir lögreglu að þrír hafi verið kærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn að störfum. Sex aðrir eru í varðhaldi eftir gærkvöldið fyrir ýmis brot. 

Tíu ár voru í gær frá því ungdómshúsinu, æskulýðsmiðstöð á Norðurbrú, var lokað með látum. Mótmælin fóru úr böndunum í kvöld þegar grímuklæddir mótmælendur tóku að brjóta rúður í verslunum og bönkum við Norðurbrúargötu. Þá var grjóti og púðurkerlingum kastað í laganna verði. Lögreglumenn drógu fram kylfurnar til að binda enda á ólætin en það sóttist seint.

Lögregla náði stjórn á ástandinu um tíuleytið í gærkvöld. Blaðamannafundur verður haldinn vegna málsins klukkan hálf átta.