Næstum milljón laxaseiði í kvíar í Reyðarfirði

13.06.2017 - 13:00
Mynd með færslu
 Mynd: Laxar/GHalldórsson
Mynd með færslu
 Mynd: Laxar/GHalldórsson
Mynd með færslu
 Mynd: Laxar/GHalldórsson
Fyrirtækið Laxar fiskeldi setur fyrstu laxaseiðin í eldiskvíar í Reyðarfirði í næstu viku. Tæplega milljón seiði verða flutt frá eldisstöð í Þorlákshöfn í sérstökum brunnbáti. Vinna við að setja nætur í átta eldiskvíar í Reyðarfirði er nú í fullum gangi en kvíarnar eru við Gripöldu í firðinum sunnanverðum.

Fyrirtækið hefur fest kaup á 15 metra langri tvíbytnu, 10 metra löngum vinnubáti og pramma sem er við kvíarnar og geymir 400 tonn af fóðri. Átta starfsmenn hafa verið ráðnir og skrifstofu og lagerhúsnæði tekið á leigu á Eskifirði. Gert er ráð fyrir að fyrstu löxunum verði slátrað í nóvember á næsta ári. Ekki liggur fyrir hvar á Austfjörðum fyrstu laxarnir koma til vinnslu. 

Myndirnar sýna vinnu við að setja niður nætur í kvíarnar í Reyðarfirði.

 

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV