Myndskeið: Eurovision veisla í Hofi

Afþreying
 · 
Poppland
 · 
Tónlist

Myndskeið: Eurovision veisla í Hofi

Afþreying
 · 
Poppland
 · 
Tónlist
Mynd með færslu
12.05.2017 - 15:55.Vefritstjórn.Poppland
Eurobandið með Regínu Ósk og Friðrik Ómar í fararbroddi hitaði upp fyrir lokakvöld Eurovision með nokkrum vel völdum Eurovision lögum fyrir fullum sal af grunnskólabörnum í Hofi á Akureyri í dag.

Eurobandið stendur fyrir allsherjar Eurovisionpartýi í Hofi á Akureyri í kvöld þar sem flutt verða bestu og jafnframt verstu lög keppninnar frá upphafi til dagsins í dag. Tilefnið er að sjálfsögðu það að annað kvöld fer lokakeppni.

RÚV heimsótti sveitina í Hof í morgun en Eurobandið og Menningarfélag Akureyrar höfðu boðið sjöttu bekkingum að taka þátt í gleðinni með sér og myndaðist frábær stemning. Þessa litlu tónleika má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.