Myndlistin er orustuvöllurinn

16.03.2017 - 09:36
Aðferðarfræði raunvísindanna, einkum jarðfræði og jöklafræði, er sjaldnast langt undan þegar myndlist Önnu Líndal er annars vegar. Hún undirbýr nú sýningu á Kjarvalsstöðum í haust. Í Víðsjá var rætt við Önnu og Ólöfu K. Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, um landamæri listarinnar og listrannsókna. 

Í Víðsjá á föstudaginn var rætt um listrannsóknir og landamæri þeirra og lista. Með heimsókn á vinnustofu Önnu Líndal var ætlunin að ræða frekar þessi landamæri í heimi myndlistarinnar. 

Anna Líndal sem nýtir margskonar vísindalegt efni í myndlist sína segir myndlistina alltaf vera „sinn orustuvöll“ jafnvel þó að efniviðurinn geti komið úr ýmsum áttum.

Hér að ofan má heyra viðtal við Önnu og Ólöfu um þetta efni. Nánar má skoða verk Önnu á vefsíðu hennar

 

Mynd með færslu
Guðni Tómasson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi