Mörg hundruð skjaldbökum smyglað til Malasíu

15.05.2017 - 09:24
Tollverðir í Malasíu fundu um helgina á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur 330 skjaldbökur sem reynt var að smygla til landsins. Skjaldbökurnar eru frá Madagaskar, 325 af tegund sem talin er vera í hættu og fimm af fágætri tegund sem talin er vera í bráðri útrýmingarhættu. Smyglararnir hugðust selja skjaldbökurnar sem gæludýr eða til matar. Talið er að söluandvirðið sé jafnvirði tuga milljóna króna.
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV