Milljónir hjálpar þurfi í Eþíópíu

28.04.2017 - 11:04
epa01964996 A photograph released on 14 December 2009, shows 9 a six-month-old boy with severe malnutrition cries in his mothers arms at Shashemene Referral Hospital in Shahemene, Ethiopia, 11 November 2009. Ethiopia's Prime Minister Meles Zenawi
 Mynd: EPA
Um 7,7 milljónir Eþíópíumanna þurfa matvælaaðstoð á þurrkasvæðum landsins eða meira en tveimur milljónum fleiri en talið var í byrjun árs. Ríkisfjölmiðlar í Eþíópíu greindu frá þessu í morgun.

Í skýrslu sem birt var í janúar sagði að 5,6 milljónir manna í þremur af níu héruðum landsins þyrftu matvælaaðstoð á þessu ári vegna þurrka og uppskerubrests, en yfirvöld segja nú að ástandið hafi versnað. Meira en 10 milljónir Eþíópíumanna urðu að treysta á matargjafir á síðasta ári.

Sameinuðu þjóðirnar sögðu fyrir nokkru að allt að 17 milljónir manna í Austur-Afríku kynnu að verða hjálparþurfi vegna þurrka og hungurs. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV