Mikill viðbúnaður í Hörgárdal

11.07.2017 - 13:13
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg
Ökumaður olíuflutningabíls var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa misst bílinn á hliðina við brú yfir Hörgá inni í Hörgárdal skömmu fyrir hádegi. Hann er ekki talinn hafa hlotið alvarlega áverka, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Á vettvangi eru slökkvilið, Vegagerðin, björgunarsveitir, RARIK, Norðurorka og kranabílar.

Reimar Viðarsson hjá Landsbjörg segir að búið hafi verið að rétta bílinn við rétt fyrir klukkan tvö í dag og var þá unnið að því að koma honum aftur upp á veg. Björgunarsveitarmenn með búnað til straumvatnsbjörgunar vinna að mengunarvörnum enda er þarna vatnsverndarsvæði.  

Reimar segir að þarna séu starfsmenn frá RARIK og fjarskiptafyrirtækjum vegna þess að í gegnum brúna fari leiðslur fyrir rafmagn og ljósleiðara. 

 

Lögreglan rannsakar nú tildrög óhappsins. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV