Metumferð um Dalvík í kringum Fiskidaginn

08.08.2016 - 13:00
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Aldrei hafa fleiri bílar ekið um Hámundarstaðaháls og Ólafsfjarðarmúla til Dalvíkur í kringum Fiskidaginn mikla en nú. Talning Vegagerðinnar leiðir í ljós að samtals fóru 25.347 ökutæki um þessa tvo staði, í báðar áttir, frá föstudegi til sunnudags.

Gamla metið var frá árinu 2009 en þá voru talin 23.778 ökutæki. Sé bílafjöldanum umbreytt í áætlaðan fjölda gesta, gerir Vegagerðin ráð fyrir að um 33 þúsund gestir hafi sótt Dalvík heim vegna Fiskidagsins mikla í ár.

Mynd með færslu
 Mynd: Friðleifur Ingi Brynjarsson  -  Vegagerðin
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV
Atli Þór Ægisson
Fréttastofa RÚV