Merkel leggur línurnar gagnvart Bretum

27.04.2017 - 19:26
epa05930175 German Chancellor Angela Merkel gives a government declaration at the German Parliament 'Deutscher Bundestag' in Berlin, Germany, 27 April 2017. During the meeting, Merkel spoke about Germany's attitude towards the so called
 Mynd: EPA
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir útgönguna úr Evrópusambandinu geti Bretar ekki vænst þess að hafa sömu réttindi og aðildarríki. Leiðtogar sambandsins koma saman á laugardag til að samþykkja afstöðuna til útgöngu Breta.

Merkel er leiðtogi áhrifamesta ríkis innan Evrópusambandsins - og hún notaði ræðu sína á þýska þinginu í Berlín í dag til að slá tóninn fyrir leiðtogafundinn um helgina. 

„Það er ljóst að ríki utan Evrópusambandsins, eins og Bretland verður, getur ekki og mun ekki fá sömu eða betri réttindi en aðildarríki sambandsins. Öll 27 ríki Evrópusambandsins eru sammála um þetta,“ sagði Merkel í ræðu sinni í dag og bætti svo við: „Þetta þarf að segja skýrum orðum, því ég held að sumir Bretar séu enn að gera sér grillur um þetta. Það væri tímaeyðsla,“ sagði Merkel og uppskar lófaklapp fyrir í þýska þinginu. 

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands svaraði þessum ummælum Merkels í dag með því að segja að orð þýska kanslarans sýndu fram á að Bretar þyrftu að vera í sterkri stöðu þegar kæmi að því að semja. 

 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV