Meina sendiherra Hollands að snúa til Ankara

13.03.2017 - 21:25
epa05845816 A Turkish armed riot policeman guards in front of the Dutch Consulate in Istanbul, Turkey, 13 March 2017. Turkish Family Minister Fatma Betul Sayan Kaya was barred by Dutch police from entering the Turkish consulate in Rotterdam on 11 March,
Tyrkneskur óeirðalögreglumaður á verði við ræðismannsskrifstofu Hollands í Istanbúl.  Mynd: EPA  -  EPA - MCA
Sendiherra Hollands í Tyrklandi hefur verið meinað að snúa aftur til Ankara. Numan Kurtulumus, aðstoðar forsætisráðherra Tyrklands greindi frá þessu eftir að ríkisstjórnarfundi lauk í kvöld. Kees Cornelius van Rij sendiherra er þessa dagana staddur utan Tyrklands. Næstráðandi í sendiráðinu fer með daglega stjórn þess.

Að sögn Kurtulumus fær sendiherrann ekki að snúa til baka fyrr en hollensk stjórnvöld heimila Tyrkjum að halda kynningarfundi í nokkrum hollenskum borgum til að kynna stjórnarskrárbreytingar sem atkvæði verða greidd um í næsta mánuði. Jafnframt hafa tyrknesk stjórnvöld ákveðið að eiga engin samskipti við hollenska ráðherra og hátt setta embættismenn fyrr en leyfi fyrir fundunum hefur verið veitt.

Tyrkir eru einnig afar óánægðir með að Þjóðverjar hafa bannað hátt settum tyrkneskum stjórnmálamönnum að halda fundi í Þýskalandi til að kynna stjórnarskrárbreytingarnar. Erdogan forsætisráðherra líkti stjórnvöldum í Hollandi og Þýskalandi í dag við nasista.