Markmiðið að upphefja textílinn

13.03.2017 - 11:45
„Textíll er bara grunnurinn að því að við getum lifað, það var það fyrsta sem við þurftum að búa til, einhverjar spjarir til að halda á okkur hita,“ segir Jóhanna Ela Pálmadóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands sem er til húsa í gamla kvennaskólanum á Blönduósi.

Setrið var stofnað árið 2005 með það að markmiði að efla textíl og textílvitund í landinu. Það er meðal annars gert með rannsóknarstarfi, prjónagleði sem haldin er á sumrin og rekstri listamiðstöðvar þar sem textíllistamenn hvaðanæva að úr heiminum koma til að vinna að verkum sínum. 

Landinn leit í heimsókn og forvitnaðist um starfsemina. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. 

Mynd með færslu
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Landinn