Maradona þjálfar á ný

07.05.2017 - 23:16
Mynd með færslu
 Mynd: NN  -  Facebook
Knattspyrnugoðsögnin og vandræðagemlingurinn Diego Maradona er kominn með nýja vinnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þar mun hann þjálfa annarrar-deildar liðið Fjuairah FC, að því er fram kemur á Facebook-síðu kappans og á twitter-síðu Fujairha. Á báðum síðum má sjá mynd af Maradona haldandi á treyju númer 10 í litum félagsins.

Maradona, sem nú er 56 ára gamall, hefur áður þjálfað lið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það var liðið Al Wasl, árið 2011. Hann var rekinn frá því félagi ári síðar, og hefur ekki fengið þjálfarastarf síðan fyrr en nú. 

Þessi mynd birtist á twitter-síðu félagsins Fujairah FC

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV