Manntjón í óveðri í Japan

08.08.2017 - 09:16
Erlent · Asía · Japan · Veður
Tveir hafa látið lífið og yfir 50 slasast í miklu óveðri sem gengið hefur yfir Japan síðustu dægrin. Hitabeltisstormurinn Noru með miklu vatnsveðri hefur valdið eignatjóni þar sem flætt hefur yfir vegi og akra. Vindhraði í bylnum mældist þrjátíu metrar á sekúndu á Honshu sem er ein aðaleyja Japans.
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV