Mannskæður jarðskjálfti í Íran

14.05.2017 - 06:31
Erlent · Hamfarir · Asía · Íran
Mynd með færslu
 Mynd: USGS
Tveir dóu og hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri landamærum Írans og Túrkmenistans síðdegis í gær. Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.Upptök skjálftans voru á 12,5 kílómetra dýpi nærri írönsku borginni Bojnurd í Norður-Khorasanhéraði, um 50 kílómetra frá landamærunum við Túrkmenistan.

54 ára kona og stúlka á táningsaldri dóu í skjálftanum, yfir 370 manns slösuðust og allt að 40 prósent bygginga á svæðinu urðu fyrir meiri eða minni skemmdum í skjálftanum, samkvæmt frétt írönsku ríkisfréttastofnunnar IRNA. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV