Man City og Real Madrid byrja á stórsigri

13.09.2017 - 18:08
epa06202880 Manchester City players celebrate the opening goal during the UEFA Champion League match between Feyenoord Rotterdam and Manchester City, in Rotterdam, The Netherlands, 13 September, 2017.  EPA-EFE/KAY INT VEN
 Mynd: EPA-EFE  -  ANP
Leikið var í E, F, G og H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City byrjar á stórsigri á meðan Sevilla heldur áfram að hrella Liverpool. Öll úrslit kvöldsins eru hér að neðan.

E-riðill

Það var ljóst að leikur Liverpool og Sevilla yrði hörkuleikur en Sevilla vann Liverpool einmitt í úrslitum Evrópudeildarinnar árið 2016. Þeir héldu áfram að hrella Liverpool og náðu í stig á Anfield. Var það niðurstaða í báðum leikjum kvöldsins í E-riðli.

Liverpool 2 - 2 Sevilla
0-1 Wissam Ben Yedder (Sevilla) - 5. mínúta
1-1 Roberto Firmino (Liverpool) - 21. mínúta
2-1 Mohamed Salah (Liverpool) - 37. mínúta
2-1 Roberto Firmino brenndi af víti - 42. mínúta
2-2 Joaquin Correa (Sevilla) - 72. mínúta

Maribor 1 - 1 Spartak Moskva
0-1 Aleksandr Samedov (Sp. Moskva) - 59. mínúta
1-1 Damjan Bohar (Maribor) - 85. mínúta

epa06202829 Liverpool's head coach Juergen Klopp reacts during the UEFA Champions League Group E match between FC Liverpool and Sevilla FC held at Anfield, Liverpool, Britain, 13 September 2017.  EPA-EFE/Peter Powell  EPA-EFE/Peter Powell
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA

F-riðill

Pep Guardiola og hans menn í Manchester City byrja tímabilið í Meistaradeildinni frábærlega en þeir unnu stórsigur á Feyenoord í kvöld. Í Úkraínu var reiknað með hörkuleik en heimamenn komu á óvart og lögðu Napoli.

Feyenoord 0 - 4 Manchester City
0-1 John Stones (Man City) - 2. mínúta
0-2 Sergio Aguero (Man City) - 10. mínúta
0-3 Gabriel Jesus (Man City) - 25. mínúta
0-4 John Stones (Man City) - 63. mínúta

Shakhtar Donetsk 2 - 1 SSC Napoli
1-0 Taison (S. Donetsk) - 15. mínúta
2-0 Facundo Ferreyra (S. Donetsk) - 58. mínúta
2-1 Arkadiusz Milik (Napoli) úr víti - 72. mínúta

G-riðill

Óvænt úrslit í G-riðli en flestir bjuggust við sigri Porto í kvöld ásamt því að það var reiknað með fleiri mörkum í leik RB Leipzig og Monaco.

FC Porto 1 - 3 Besiktas
0-1 Anderson Talisca (Besiktas) - 13. mínúta
1-1 Dusko Tosic (Besiktas) sjálfsmark - 21. mínúta
1-2 Cenk Tosun (Besiktast) - 28. mínúta
1-3 Ryan Babel (Besiktas) - 86. mínúta

RB Leipzig 1 - 1 Monaco
1-0 Emil Forsberg (Leipzig) - 33. mínúta
1-1 Youri Tielemans (Monaco) - 35. mínúta

H-riðill

Real Madrid vann öruggan sigur í kvöld og að sjálfsögðu skoraði Cristiano Ronaldo. Á Wembley tókst Tottenham loksins að landa sigri en Harry Kane getur ekki hætt að skora fyrst ágúst er liðinn. Aðstoðardómarinn stal þó fyrirsögnunum þegar hann dæmdi mark ranglega af Dortmund í stöðunni 2-1.

Real Madrid 3 - 0 APOEL Nicosia
1-0 Cristiano Ronaldo (Real Madrid) - 12. mínúta
2-0 Cristiano Ronaldo (Real Madrid) úr víti - 51. mínúta
3-0 Sergio Ramos (Real Madrid) - 61. mínúta

Tottenham Hotspur 3 - 1 Borussia Dortmund
1-0 Heung-Min Son (Tottenham) - 4. mínúta
1-1 Andriy Yarmolenko (Dortmund) - 11. mínúta
2-1 Harry Kane (Tottenham) - 15. mínúta
3-1 Harry Kane (Tottenham) - 60 mínúta
3-1 Jan Vertonghen (Tottenham) Rautt spjald - 92. mínúta

epa06203002 Real Madrid's Portuguese striker Cristiano Ronaldo (C) in action during the UEFA Champions League group stage match between Real Madrid and Apoel FC at Santiago Bernabeu stadium, in Madrid, Spain, 13 September 2017.  EPA-EFE/JuanJo Martin
 Mynd: EPA-EFE  -  EFE
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður