Losti og alsæla ástarinnar í nýju lagi Ásgeirs

Ásgeir Trausti
 · 
Poppland
 · 
Skonrok(k)
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistarmyndband
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: One Little Indian

Losti og alsæla ástarinnar í nýju lagi Ásgeirs

Ásgeir Trausti
 · 
Poppland
 · 
Skonrok(k)
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistarmyndband
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
17.03.2017 - 14:11.Atli Þór Ægisson.Poppland, .Skonrok(k)
Högni Egilsson semur textann við nýjasta lag Ásgeirs Trausta, „Stardust“ sem frumflutt var á tónlistarvefnum Consequence of Sound í dag. „Að mínu mati er þetta mjög hreinskilið lag því það kemur frá einhverjum stað innra með mér sem ég opna ekki oft á,“ segir Ásgeir. Lagið er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum.

Sem fyrr er Ásgeir höfundur lagsins en athygli vekur að Högni Egilsson, gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín, á heiðurinn að textanum. Þar segist Högni hafa viljað fjalla um þá örvinglun sem grípur sérhverja manneskju sem kann að festast í losta og alsælu ástarinnar.

Stardust er annað lagið sem Ásgeir sendir frá sér af plötunni Afterglow, sem kemur út á heimsvísu 5. maí, en áður hafði hann sent frá sér lagið Unbound. „Stardust er lag sem ég samdi frekar snemma í plötuferlinu, sennilega sumarið 2015. Ég var bara að hugsa um að gera sniðugt popplag sem innihéldi tilraunir með hljóð og alls konar skemmtileg smáatriði í útfærslu og sem tæki sig ekkert alltof alvarlega. Að mínu mati er þetta mjög hreinskilið lag því það kemur frá einhverjum stað innra með mér sem ég opna ekki oft á,“ segir Ásgeir um nýja lagið.

Væntanleg breiðskífa Ásgeirs Trausta heitir Afterglow og kemur út 5. maí nk.

Beðið er eftir nýrri plötu Ásgeirs Trausta með þó nokkurri eftirvæntingu. Dýrð í dauðaþögn, sem var frumraun hans, kom út 2012 og hlaut verðlaun sem plata ársins í poppi og rokki á Íslensku tónlistarverðlaununum. Platan er söluhæsta frumraun íslenskrar tónlistarsögu. Dýrð í dauðaþögn kom út á ensku hjá One Little Indian 2014, undir nafninu In the Silence og sama ár kom Ásgeir Trausti fram á tæplega 150 tónleikum víða um heim.

Á nýju plötunni hverfur Ásgeir frá daðri sínu við þjóðlagatónlist sem var einkennandi fyrir Dýrð í dauðaþögn og stingur sér í staðinn á bólakaf í melankólíska raftónlist í sínu hreinasta formi, segir í tilkynningu frá útgefanda.

Tengdar fréttir

Tónlist

Nýtt lag frá Ásgeiri Trausta