Lögðu hald á 903 kg af metamfetamíni

05.04.2017 - 02:59
epaselect epa05888960 Part of a 903 kg haul of the drug ice seized by a joint operation involving Australian Federal Police and Victoria Police is on display during a press conference in Melbourne, Victoria, Australia, 05 April 2017. The haul, valued at
 Mynd: Alríkislögregla Ástralíu  -  EPA
Mynd með færslu
 Mynd: Alríkislögregla Ástralíu
Mynd með færslu
 Mynd: Alríkislögregla Ástralíu
Mynd með færslu
 Mynd: Alríkislögregla Ástralíu
Mynd með færslu
 Mynd: Alríkislögregla Ástralíu
Lögregla í Melbourne í Ástralíu lagði nýlega hald á 903 kíló af metamfetamíni. Er þetta mesta magn sem fundist hefur af þessu hættulega fíkniefni á einu bretti þar í landi. Áætlað götuverð er tæplega 900 milljónir ástralíudala, ríflega 76 milljarðar króna. Tveir ástralskir karlmenn, annar á sextugsaldri en hinn á fertugsaldri, voru handteknir vegna málsins.

 

Í fréttatilkynningu frá áströlsku alríkislögreglunni kemur fram að megnið af efninu hafi fundist í vöruskemmu í uthverfi borgarinnar. Þar voru 70 kassar af gólffjölum, sem hver um sig innihélt 6 fjalir, og inni í hverri fjöl leyndust um tvö kíló af metamfetamíni. Gólffjalirnar voru fluttar inn frá Kína. Afgangurinn af efninu fannst við húsleit á 12 öðrum stöðum í umfangsmikilli lögregluaðgerð, sem var lokahnykkurinn á rannsókn sem hófst í janúar síðastliðnum.

Mennirnir tveir sem handteknir voru  eiga lífstíðardóm yfir höfði sér, samkvæmt áströlskum lögum, verði þeir sekir fundnir. Tveggja manna til viðbótar er leitað í tengslum við málið. Innan við vika er líðin frá því að áströlsk lögreglu- og tollayfirvöld handtóku þrjá Víetnama í Melbourne og haldlögðu um 300 kílógrömm af metamfetamíni sem þeir eru grunaðir um að hafa smyglað til landsins, földum innan í hliðgrindum úr málmi.  

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV