Ljóðalestur á Norðurbakkanum

11.03.2017 - 09:58
Bækur og kaffihús heitir lítið kaffihus sem einnig er veitingastaður, bókakaffi og bókabúð á Norðurbakka í Hafnarfirði. Þar er líka reglulega lesið upp og miðvikudaginn 8. mars komu þar fram fimm skáld og lásu upp úr bókum sínum. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Vilborg Bjarkadóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Kynnir var Anton Helgi Jónsson sem einnig las nokkur ljóð.

Öll lásu skáldin úr sínum nýjustu ljóðabókum. Aðalsteinn Ásberg úr bók sinni Sumartungl, Vilborg Bjarkadóttir úr ljóða eða öllu heldur smápróssafninu Líkhamur, Guðmundur Andri Thorsson las nokkrar hækur úr bók sinni Hæg breytileg átt en einnig afbragðs skemmtilegan kafla úr bók sinni um föður sinn, Thor Vilhjálmsson ... og svo tjöllum við okkur í rallið og Linda Vilhjálmsdóttir úr ljóðabókinni Frelsi.

Þessar tvær vantaði á myndina af strákunum í skotinu
Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi