Ljóðakvöld Hispursmeyjanna N° 11

14.03.2017 - 13:29
Sunndagskvöldið 5. mars var á Loft hostel haldið ellefta ljóðakvöld Hispursmeyja. Vigdís Howser Harðardóttir upphafsmanneskja Hispursmeyja kynnti þau ljóðskáld sem höfðu sóst eftir að stíga á stokk á þessum vinsælu ljóðakvöldum sem haldin hafa verið mánaðarlega síðustu ellefu mánuði.

Fyrsta ljóðskáldið sem steig upp á sviðið var Þórhildur Dagbjört og flutti nokkrar ljóðrænar hugleiðingar um drauma.

Næst var svo Sigríður Alma með ljóð sín, „Hafgolan“, „Tilbreyting“, og „Tár“.

Sóley Riedel flutti ljóðin „Ótrúlega ómerkileg“, „Óvæntar fréttir“ auk nafnlauss ljóðs og ljóðsins „Endalok“.

Elísabet kaus ekki að gefa ljóði sínum titla.

P. Ermaró - ég vona að ég hafi náð nafninu rétt - flutti annað ljóð sitt á ensku og hitt á frönsku. Væntanlega er hann frá Kanada en hann vinnur á Prikinu ef einhver vill leita sér frekari upplýsinga.

Díana Sjöfn flytur ljóð sín á Hispursmeyjakvöldi N°11.

Eftir að stutt hlé hafði verið gert á ljóðakvöldi Hispursmeyja N°11, sunnudaginn 5. mars komu fjögur skáld fram og fluttu ljóð sín. Fyrst á svið eftir hlé var Díana Sjöfn sem flutti ljóðin „Gísli Marteinn“, „Ímyndaðar forsendur eigin veruleika“, ótitlað ljóð, „Tilraun til ljóðs um sorg og missi enn ótitlað“ , „Ég lifi hér, Ég lifi nú.“

Næstur á svið var Rafn Júlíus sem las tvö ármótaljóð „Sólir og tungl“, „Stráið“.

Hannah Jane flutti á ensku ljóðið „Fresco .... sixteen and not a good judge of character“.

Að lokum las Kári Tulinius ljóðin „Dýr í apóteki“, „Lífsins litlu sigrar“ sem áður birtust í timaritinu Stínu sem og upphafskafla nýútkominnar skáldsögu sinnar Móðurhugur.

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi