Ljóð um land og líkama, ástina og franskar

18.03.2017 - 13:32
Þann 8. mars síðastliðinn fögnuðu þær Elfur Sunna Baldursdóttir og Solveig Thoroddsen útgáfu fyrstu ljóðabóka sinna. Bækurnar heita Gárur sem er eftir Elfi og Bleikrými sem er eftir Solveigu. Bækurnar eru báðar hluti af hinni metnaðarfullu ljóðabókaseríu Meðgönguljóð sem útgáfufélagið Partus gefur út.

Solveig Thoroddsen er myndlistarmaður, grunnskólakennari og leiðsögumaður og hefur áður birt kafla í Ástarsögu íslenskra kvenna.

Elfur Sunna Baldursdóttir er búsett í Berlín. Hún er stúdent frá listmenntabraut Verkmenntaskólans á Akureyri og hefur lokið  7. stigi í klassískum söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. 

Elfur Sunna les upp ljóð sín í Bókabúð Forlagsins á fiskislóð.
Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi