Lillehammer íhugar ÓL umsókn

05.04.2017 - 20:00
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Norðmenn hafa enn á ný í hyggju að sækjast eftir því að fá að halda vetrarólympíuleika, þetta segir Espen Granberg Johnsen bæjarstjóri Lillehammer í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang.

Ætlunin er að sækja um Ólympíuleikana 2026 eða 2030.  Undirbúningshópur hefur verið að störfum við að útbúa skýrslu ásamt því að finna kosti og galla þess að sækja um að halda stærsta vetraríþróttamót heims og hefur Lillehammer bær nú fengið skýrsluna í hendurnar.

Ólympíuleikarnir fóru fram í Lillehammer árið 1994 og heppnuðust vel, þá hélt bærinn leikana ásamt smábæjum í kring, nú hafa yfirvöld í hyggju að sameinast stærstu bæjum Noregs.  Þar er höfuðborgin Osló, Bergen, Þrándheimur og Stavanger nefndir til sögunnar.

Sion í Sviss, Innsbruck í Austurríki, Stokkhólmur í Svíþjóð, Calgary í Kanada og Sapporo í Japan liggja einnig undir feld varðandi umsókn fyrir þessa Ólympíuleika.

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður