Leitin að stemningu

Lestin
 · 
milkywhale
 · 
Popptónlist
 · 
Menningarefni

Leitin að stemningu

Lestin
 · 
milkywhale
 · 
Popptónlist
 · 
Menningarefni
15.05.2017 - 17:12.Jóhannes Ólafsson.Lestin
Hljómsveitin Milkywhale sendu frá sér sína fyrstu breiðskífu á dögunum sem ber nafn sveitarinnar og er sneisafull af hressilegu og dillivænu rafpoppi.

Milkywhale skipa þau Árni Rúnar Hlöðversson og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir en þegar þau koma fram reyna þau að ögra skilrúminu milli hefðbundins tónleikahalds og sviðslistar. 

Samstarfið hófst í leikhúsi og hafa þræðir þess fylgt æ síðan. Á heimasíðu sveitarinnar segir að reynt sé eftir fremsta megni að brjóta múrinn á milli tónleikahalds og sviðlista. Það mætti hugsanlega túlka sem viðleitni til þess að mæta kröfu nútímans um breytta miðlun, þar sem miðlunarform á borð við plötur eru oft ekki í forgrunni tónlistarfólks í dag.

Leitin að stemningu

Tónlist Milkywhale er hressandi og dansvæn og á tónleikum er mikið lagt upp úr heildarupplifun tónleikagesta. Í myndböndum við lögin má segja að rauði þráðurinn sé upplifun einstaklingsins og stemningin sem á sér upphaf í hverjum og einum.

 „Jú, textarnir fjalla stundum um einmanaleikann, að reyna að tengjast og vera öðruvísi. Að vera alltaf að leita að þessum eina eða þessari einu þó á sama tíma sé þetta dansvæn popptónlist [...] en jú, það má eiginlega segja að myndböndin snúist um að dansa einn,“ segir Melkorka.

Hljómsveitin hyggst fylgja plötunni eftir og munu hún koma fram á stórri danstónleikahátíð í Hollandi í lok þessa mánuðar. Fyrir íslenska dansunnendur verður hægt að sjá sjónarspil Milkywhale næstkomandi fimmtudagskvöld á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu þar sem þau koma fram ásamt Gangly og Fever Dream.

Lestin fékk hljómsveitina Milkywhale í heimsókn til þess að ræða raftónlist, leitina að stemningu og hinn einmana hval.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Fyrsta kvöld Airwaves í myndum

Innlent

Nýtt lag og myndband frá FM Belfast