Leikhús í tómum vatnstanki

25.11.2014 - 16:28
Mynd með færslu
Stúdentaleikhúsið sýnir um þessar mundir Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson í tómum vatnstanki í Perlunni í Öskjuhlíð.

Stundarfriður var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1979 og sló þá rækilega í gegn; hér er það hópur ungra háskólanema sem takast á við fjölskyldudrama Guðmundar en leikstjóri er Karl Ágúst Þorbergsson. 

Rætt var við Karl Ágúst í Víðsjá, þriðjudaginn 25. nóvember. 

Nánar um sýningar Nemendaleikhússins.