Leikarinn Powers Boothe látinn

Kvikmyndir
 · 
Sjónvarp
 · 
Menningarefni
epa03408340 US actor Powers Boothe arrives for the 64th Primetime Emmy Awards held at the Nokia Theatre in Los Angeles, California, USA, 23 September 2012. The Primetime Emmy Awards celebrate excellence in national primetime television programming.  EPA
 Mynd: EPA

Leikarinn Powers Boothe látinn

Kvikmyndir
 · 
Sjónvarp
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
15.05.2017 - 13:22.Davíð Roach Gunnarsson
Leikarinn Powers Boothe lést í gær, 68 ára að aldri.

Boothe var svokallaður skapgerðarleikari og einna helst þekktur fyrir að leika blæbrigðarík illmenni í kvikmyndum eins og Sin City, Tombstone og Avengers, og sjónvarpsþáttum á borð við Deadwood, Nashville og 24. Að sögn talsmanns Boothe lést hann af náttúrulegum orsökum í svefni á heimili sínu í Los Angeles.

Boothe hlaut Emmy-verðlaun árið 1980 fyrir hlutverk sitt sem trúarleiðtoginn Jim Jones í sjónvarpsmyndinni Guyana Tragedy, sem fjallar um 900 manna fjöldasjálfsmorð sértrúarsafnaðarins Peoples Temples í Suður-Ameríska smáríkinu Guyana árið 1978. Það var vinur Boothes, leikarinn Beau Bridges, sem tilkynnti fyrst um andlát hans á twitter.

Powers Boothe í hlutverki spillta þingmannsins Roark í myndinni Sin City.