Le Pen krefst aðgerða

21.04.2017 - 10:21
epa05918762 French presidential election candidate for the far-right Front National (FN) party, Marine Le Pen delivers a speech during a press conference at her campaign headquarters in Paris, France, 21 April 2017. A police officer the previous day was
Marine Le Pen.  Mynd: EPA
Franski forsetaframbjóðandinn Marine Le Pen vill að stjórnvöld í Frakklandi taki upp landamæraeftirlit á ný og að útlendingar, undir eftirliti leyniþjónustustofnana, verði reknir úr landi.

Hún sagði við fréttamenn í morgun að þetta yrðu skref sem hún myndi taka þegar í stað yrði hún kjörin forseti. 

Le Pen vísaði til árásarinnar í París í gær, þegar lögreglumaður var skotinn til bana og sagði að Frakkar mættu ekki tapa stríðinu gegn hryðjuverkum.

Undanfarinn áratug hefðu ríkisstjórnir landsins, bæði hægri og vinstri, ekki staðið sig sem skyldi. Frakkar þyrftu forseta sem brygðist við og stæði vörð um þjóðina.