Langflest börn skráð hjá tannlækni

20.03.2017 - 15:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ríkisendurskoðun telur ekki lengur ástæðu til að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014 um að það láti rannsaka tannheilsu barna.

Ástæðan er sú að nú séu níu af hverjum tíu börnum á Íslandi sem eigi rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum skráð hjá heimilistannlækni og hafi aukist úr því að vera rúmlega sex af hverjum tíu árið 2014.

Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram samvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu hafi Sjúkratryggingar Íslands greitt fyrir tannlækningar rúmlega 46 þúsund barna í fyrra. Það séu nærri 70 prósent barna sem eigi rétt á niðurgreiddri tannlæknaþjónustu.

Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að stuðla að því að rannsóknir verði gerðar á tannheilsu barna og ungmenna. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV