Landsliðið mætt til Hollands

14.03.2017 - 11:21
Mynd með færslu
Þrekæfing hjá landsliðinu í Hollandi.  Mynd:  -  HSÍ
Kvennalandslið Íslands í handbolta er komið til Hollands þar sem liðið mun æfa í vikunni og spila svo tvo vináttuleiki við heimakonur á föstudag og á laugardag. Fyrri leikur Íslands og Hollands verður í Almere á föstudagskvöld klukkan 18:30 en seinni leikurinn í Emmen á laugardag klukkan 14:30.

Leikirnir við Hollendinga ættu að vera afar góð æfing fyrir íslenska liðið, enda er hollenska landsliðið eitt af þeim allra bestu í heimi í dag. Holland hefur farið í undanúrslit á síðustu þremur stórmótum. Liðið vann til silfurverðlauna á HM 2015 og á EM 2016, en bæði lægri hlut í leiknum um bronsið á Ólympíuleikunum í Ríó síðasta sumar. Í öllum þessum þremur mótum tapaði Holland fyrir Noregi í lokaleik sínum.

Axel Stefánsson landsliðsþjálfari Íslands varð að gera eina breytingu á landsliðshóp sínum í gær. Arna Sif Pálsdóttir dró sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum og í hennar stað kemur Elena Birgisdóttir úr Stjörnunni.

Leikmannahópur Íslands:
Birna Berg Haraldsdóttir, Glassværket
Elena Birgisdóttir, Stjörnunni
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar
Hafdís Renötudóttir, Stjarnan
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan
Hildigunnur Einarsdóttir, Leipzig
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Karen Knútsdóttir, Nice
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjarnan
Rut Jónsdóttir, Mitjylland
Steinunn Hansdóttir, Skanderborg
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Thea Imani Sturludóttir, Fylkir
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Vipers
Unnur Ómarsdóttir, Grótta

 

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður