Kveikt í fjórum gámum

04.05.2017 - 23:57
Mynd með færslu
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir  -  RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var ítrekað kallað út vegna elds í ruslagámum í Reykjavík í kvöld. Um níuleytið var tilkynnt um eld í tveimur gámum við Guðrúnartún, hjá Rúgbrauðsgerðinni og Samhjálp. Einn bíll var sendur á staðinn og gekk slökkvistarf greiðlega. Á tólfta tímanum var kveikt í dekkjum og öðru drasli nálægt Hótel Sögu. Vart var búið að slökkva þann eld þegar tilkynnt var um eld í stórum plastgámum sem stóðu upp við hús á Snorrabraut.

Var bíllinn þá sendur þangað með hraði. Töluverður eldur var í gámunum, sem stóðu upp við hús, en skjót viðbrögð slökkviliðs tryggðu að ekki fór illa. Lítill vafi leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða í öllum tilfellum. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV