Mynd með færslu
12.09.2017 - 09:31.Matthías Már Magnússon.Plata vikunnar, .Poppland, .Plata vikunnar á Rás 2
Kristalsplatan er dansskotin melódísk poppplata. Páll Óskar semur og útsetur hér lögin að mestu leyti í slagtogi við Bjarka Hallbergsson og Jakob Reyni Jakobsson, en einning koma við sögu StopWaitGo, Trausti Haraldsson, Sigurður Sigtryggsson og BistroBoy. Allir textar plötunnar eru eftir Pál Óskar.

Kristalsplatan er sjötta sólóplata Páls Óskars. Hinar voru Stuð, Palli, Seif, Deep Inside og Allt fyrir ástina. Hins vegar hefur hann unnið heilar fimm plötur í samstarfi með öðrum: Milljón á mann með Milljónamæringunum Stereo með Casino Ef ég sofna ekki í nótt og Ljósin heima með hörpuleikaranum Moniku Abendroth, og svo tónleikaplötuna Páll Óskar og Sinfó með Sinfóníuhljómsveit Íslands.