„Kósóvó þarfnast góðs fótboltaliðs“

23.03.2017 - 12:00
Velgengni í íþróttum skiptir Kósóva miklu máli að sögn júdókonunnar Majlindu Kelmendi, hún er eini kósóvski íþróttamaðurinn sem hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum. Kelmendi býst ekki við sigri fótboltalandsliðsins gegn Íslandi þegar liðin mætast í undankeppni HM á föstudaginn.

 

Kósóvó var í fyrsta skipti með á Ólympíuleikum í Ríó sl. sumar og á einni nóttu varð hin 25 ára Kelmendi þjóðhetja í heimalandinu eftir að hún varð Ólympíumeistari í undir 52 kílógrammflokki í júdó. Verðlaun hennar höfðu djúpstæð áhrif á landa hennar.

„Ég lifði líka af stríðið en ég var þá mjög ung og man ekki margt sem eldra fólk man betur. Þau verða svo hrærð þegar þau sjá mig og fara að gráta og faðma mig að sér og segja ekki eitt einasta orð,“ segir Kelmendi í viðtalið við Ólympíusjónvarpsstöðina, Olympic Channel.

Í þessu ítarlega viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina barst talið einnig að fótboltalandsliðinu.

„Víða um heim leika albanskir leikmenn með þekktum liðum og hjá stórþjóðum svo ég vona að þeir komi til Kosovo og skapi öflugt lið. Af því Kósóvó þarfnast þess, sérstaklega núna. Ég hef fengið fjölmörg tilboð frá öðrum þjóðum, ég gæti verið vellrík í dag en ég hef hafnað þessu til að gera gott fyrir landið mitt. Það kemur að því að þeir verða með öflugt lið. Þeir vinna kannski ekki Ísland en einn daginn. Ég er ekki að segja að þeir eigi ekki möguleika núna en ég óska þeim velfarnaðar,“ segir Majlinda Kelmendi, eini Ólympíugullverðlaunahafi Kósóvó.

 

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður