Kennsl borin á fórnarlamb hryðjuverkaárásar

08.08.2017 - 08:54
epa05532913 (FILE) A file picture dated 13 September 2001 shows a US flag posted in the rubble of the World Trade Center in New York, USA. On 11 September 2001, during a series of coordinated terror attacks using hijacked airplanes, two airplanes were
 Mynd: EPA  -  AP Pool
Réttarmeinafræðingum hefur tekist að bera kennsl á fórnarlamb árásanna á tvíburaturnanna í New York ellefta september 2001. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár sem rannsókn á erfðaefni þeirra sem létust bar árangur. Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á líkamsleifar 1.112 fórnarlamba árásanna. Alls kostuðu þær 2.753 lífið. Að sögn fjölmiðla vestanhafs óskuðu ættingjar þess sem kennsl voru borin á eftir því að nafn hans yrði ekki gefið upp.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV