Katalónar biðla til spænskra stjórnvalda

20.03.2017 - 05:37
Erlent · Evrópa · Spánn
epa05445193 Catalonian President Carles Puigdemont reacts during a plenary session at the Catalonian Parliament in Barcelona, northeastern Spain, 28 July 2016. Catalonian Parliament the previous day passed conclusions on a constituent process, relating to
Carles Puigdemont.  Mynd: EPA  -  EFE
Stjórnvöld í Katalóníu vilja fá samþykki spænskra stjórnvalda um að kjósa um sjálfstæði líkt og Skotar gerðu með samþykki breskra stjórnvalda árið 2014. Frá þessu greinir Carles Puigdemont, forseti heimastjórnar Katalóníu í bréfi sem birt var í spænska dagblaðinu El País.

Í bréfinu, sem undirritað er af Puigdemont og varaforsetanum Oriol Junqueras, segir að breska og skoska stjórnin hafi samið um þjóðaratkvæðagreiðslu og allt bendi til þess að önnur sé framundan. Þeir segjast vilja sjá svipaðan samhljóm með spænsku stjórninni um að fá að greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu. Þeir benda á að margoft hafi verið beðið um atkvæðagreiðslu um þetta. Þrátt fyrir að spænsk stjórnvöld hafi alltaf tekið illa í það og beinlínis hafnað kröfunni, vilja þeir krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu einu sinni enn.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur ítrekað neitað Katalónum um að fá að greiða atkvæði um aðskilnað við Spán. Hann segir það stangast á við spænsku stjórnarskránna og dómstólar styðja þá skoðun hans. Katalónska heimastjórnin hefur hins vegar heitið því að halda atkvæðagreiðslu meðal Katalóna í september, hvort sem það verður með samþykki spænskra stjórnvalda eður ei.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV