Kaldur og bjartur dagur víða

12.01.2017 - 07:07
Mynd með færslu
 Mynd: Ísnálar á Egilsstöðum  -  RÚV - Rúnar Snær Reynisson
Kaldur og bjartur dagur er í vændum víða, þótt við verði él um landið norðanvert. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar um veðurhorfur í dag og í kvöld. Frost er frá fimm til fimmtán stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.

Morgundagurinn verði ekki ósvipaður, nema minni éljagangur fyrir norðan og annað kvöld er von á úrkomubakka inn yfir vestanvert landið og dregur þá úr frosti.

Veðurfræðingur segir að á laugardag virðist verða átakalítið veður með einhverri úrkomu, einkum vestantil og áfram hlýnar á þeim slóðum og ætti að vera frostlaust þar undir kvöld.

Aðfaranótt sunnudags bætir í vind, hlýnart skart og von er á talsverðri rigningu sunnan og vestantil, en lengst af þurrt norðan- og austanlands. Hiti víða 5 til 10 stig á sunnudag, einna hlýjast á Norðurlandi. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV