Jón Kalman tilnefndur til Man Booker

15.03.2017 - 11:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jón Kalman Stefánsson er tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur. Hann er á meðal þrettán annarra tilnefndra rithöfunda, frá ellefu löndum.

„Maður verður glaður, bæði fyrir bókina og þá sem eru að erfiða við að gefa út bækur,“ segir Jón Kalman um tilnefninguna. „Maður brosir innan í sér. Maður fer ekki og fær sér bjór, eða eitthvað slíkt,“ bætir hann samt við – tíðindin megi ekki trufla verkið sem hann er að vinna að núna.

Fiskarnir hafa enga fætur kom út 2013 og er tíunda útgefna skáldsaga hans. Bókin kom út í enskri þýðingu Philip Roughton í fyrra, hjá MacLehose Press.  Sjálfstætt framhald bókarinnar, Eitthvað á stærð við alheiminn kom út hér á landi 2015. 

Tilnefndir höfundar eru eftirfarandi:

 • Mathias Enard (France), Charlotte Mandell, Compass (Fitzcarraldo Editions)
 • Wioletta Greg (Poland), Eliza Marciniak, Swallowing Mercury (Portobello Books)
 • David Grossman (Israel), Jessica Cohen, A Horse Walks Into a Bar (Jonathan Cape)
 • Stefan Hertmans (Belgium), David McKay, War and Turpentine (Harvill Secker)
 • Roy Jacobsen (Norway), Don Bartlett, Don Shaw, The Unseen (Maclehose)
 • Ismail Kadare (Albania), John Hodgson, The Traitor's Niche (Harvill Secker)
 • Jon Kalman Stefansson (Iceland), Phil Roughton, Fish Have No Feet (Maclehose)
 • Yan Lianke (China), Carlos Rojas, The Explosion Chronicles (Chatto & Windus)
 • Alain Mabanckou (France), Helen Stevenson, Black Moses (Serpent's Tail)
 • Clemens Meyer (Germany), Katy Derbyshire, Bricks and Mortar (Fitzcarraldo Editions)
 • Dorthe Nors (Denmark), Misha Hoekstra, Mirror, Shoulder, Signal (Pushkin Press)
 • Amos Oz (Israel), Nicholas de Lange, Judas (Chatto & Windus)
 • Samanta Schweblin (Argentina), Megan McDowell, Fever Dream (Oneworld)

Man Booker verðlaunin eru einhver virtustu bókmenntaverðlaun á heimsvísu. Meðal rithöfunda sem hafa hlotið þau eru Julian Barnes, J.M. Coetzee, Ian McEwan, Hillary Mantel og Margaret Atwood. Alþjóðlegu Man Booker verðlaunin voru stofnuð 2004, og eru veitt verkum rithöfunda sem út hafa komið í enskri þýðingu. Meðal höfunda sem hlotið hafa þau eru Ismail Kadare, Philip Roth og Alice Munro.