Jon Fosse, hugvísindi og fleira!

13.01.2016 - 12:25
Jon Fosse
 Mynd: wikimedia commons
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Guðmund Hálfdanarson sem tók um áramót við stöðu forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Farið verður í heimsókn í Listasafn Íslands þar sem sýningin Kvartett verður opnuð á föstudag. Birna Bjarnadóttir fjallar um skáldsöguna Morgunn og kvöld eftir norska rithöfundinn Jon Fosse en bókin kom út á haustdögum í íslenskri þýðing Hjalta Rögnvaldssonar. Og Hermann Stefánsson les úr skáldsögu sinni Leiðin út í heim, sem er bók vikunnar á Rás eitt að þessu sinni.

Mynd með færslu
Eiríkur Guðmundsson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi