John Grant og Sinfóníuhljómsveit Íslands

19.04.2017 - 18:51
Hér má sjá Jofn Grant flytja lagið Where Dreams Go To Die ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu.

Tónleikarnir eru frá Iceland Airwaves hátíðinni árið 2015 en þeim verður sjónvarpað í heild sinni klukkan 22:00 að kvöldi sumardagsins fyrsta. John Grant hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína en var tilnefndur til BRIT-verðlaunanna vorið 2015 sem besti alþjóðlegi karlsöngvarinn. Stjórnandi var Christopher George.