Jarðskjálfti á ferðamannaslóðum í Tyrklandi

08.08.2017 - 13:50
Erlent · Asía · Tyrkland
epa06100511 People watch a damaged car following a sea surge caused by an earthquake, in the Agean coastal city of Mugla, Bodrum Province, Turkey, 21 July 2017. A strong 6.7 magnitude earthquake hit Turkey's Aegean coast, and at least 90 people were
Töluverðar skemmdir urðu þegar jarðskjálfti reið yfir Bodrum í síðasta mánuði.  Mynd: EPA  -  Dogan
Jarðskjálfti af stærðinni 5,3 varð í dag í suðvesturhluta Tyrklands. Upptökin voru um fjórtán kílómetra suðaustan við ferðamannabæinn Bodrum. Tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV segir að nokkrir hafi flúið út úr húsum sínum af ótta við að þau hryndu. Ekki hafa borist neinar fréttir af manntjóni.

Í síðasta mánuði létust tveir og nokkur hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti 6,7 að stærð varð á þessum slóðum. Þá urðu áhrifin mest á grísku eyjunni Kos, sem er einnig vinsæll áfangastaður ferðafólks.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV