Jarðlestarstöð í Lundúnum rýmd

11.08.2017 - 09:59
Erlent · Bretland · Evrópa
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Oxford Circus jarðlestarstöðin í Lundúnum var rýmd laust fyrir klukkan níu í morgun vegna reyks. Af myndum á samfélagsmiðlum að dæma leggur reyk frá lest á einum brautarpallinum. Enn er ekki vitað hvort eldur kom upp í lestinni eða á pallinum. Að sögn fréttamanns breska ríkisútvarpsins BBC gekk vel að rýma lestarstöðina. Nokkrum var þó brugðið vegna reyksins og lyktar af brenndu plasti sem lagði um stöðina.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV