Jakob og Gloría heimsmeistarar í tölti

13.08.2017 - 10:25
Jakob Svavar Sigurðsson hampar eftirsóttasta verðlaunagripnum í heimi íslenska hestsins, Tölthorninu, á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi. Jakob, sem keppti á Gloríu frá Skúfslæk, sigraði með yfirburðum í A úrslitum.
 Mynd: Gísli Einarsson  -  RÚV
Jakob Svavar Sigurðsson hampar eftirsóttasta verðlaunagripnum í heimi íslenska hestsins, Tölthorninu, á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi. Jakob, sem keppti á Gloríu frá Skúfslæk, sigraði með yfirburðum í A úrslitum. Hann hlaut 8,94 í einkunn fyrir sína sýningu.

 

Íslendingar einokuðu verðlaunapallinn í töltinu því í öðru sæti varð Jóhann Skúlason á Finnboga frá Minni Reykjum mðe einkunnina 8,33 og í því þriðja Guðmundur Björgvinsson á Straumi frá Feti varð þriðji með 8.27 í einkunn. Og í fjórða sæti varð reyndar fjórði Íslendingurinn í úrslitum, Erlingur Erlingsson en hann keppti fyrir Svíðþjóða á Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum.

Þess má geta að það stóð á tímabili tæpt að nýkrýndur heimsmeistari í tölti gæti riðið til úrslita. Jakob fékk veirusýkingu í byrjun vikunnar og hefur verið alvarlega veikur síðan. „Já það var nokkuð tæpt um tíma að ég gæti verið með en hér er ég og ég er eldhress í dag,“ sagði Jakob Svavar.

 

Mynd með færslu
Gísli Einarsson