„Jájá, þetta verður bara fínt hobbí hjá þér“

Myndlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Háskólinn í Hull

„Jájá, þetta verður bara fínt hobbí hjá þér“

Myndlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
28.04.2017 - 16:39.Davíð Roach Gunnarsson
Myndhöggvarinn Steinunn Þórarinsdóttir sýnir nú verk sín í Hull í Bretlandi á hátíð sem sett var í dag.

Verkinu er ætlað að fagna 1000 ára tengslasögu Íslands og Hull, en það heitir Cairns og samanstendur af tíu skúlptúrum sem mynda slóð í  kringum stúdentagarð Háskólans í Hull.

Mynd með færslu
 Mynd: Háskólinn í Hull
Steinunn með tveimur af styttum verksins.

Steinunn hefur fyrir löngu síðan fest sig í sessi sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar og einkennismerki hennar, kynlausar mannastyttur, setja svip sinn á marga opinbera staði á Íslandi. Steinunn tók BA-gráðu í myndlist í Bretlandi og var í framhaldsnámi á Ítalíu, en hún ræddi námið og viðhorf til þess í þættinum Framapot, þar sem hún sagði að það hafi aldrei neitt annað en myndlist komið til greina hjá sér. „Ég var alltaf teiknandi sem krakki og myndlist á veggjunum heima.“

Steinunn á að baki áratugaferl en hún segir viðhorf til listmenntunar hafa verið nokkuð neikvætt þegar hún byrjaði að læra. „Ég man þegar ég sagði foreldrum mínum að ég ætlaði að læra myndlist, þá sagði pabbi „Jájá, þetta verður bara fínt hobbí hjá þér,““ segir Steinunn en bætir við að faðir sinn hafi samt verið sinn mesti stuðningsmaður. „En viðhorfið til listmenntunar var bara dálítið svona. Það hvarflaði ekkert endilega að mér að ég myndi ná einhverjum svakalegum ferli, maður veit það ekkert þegar maður byrjar. Þetta er búið að vera vinnan mín í 40 ár næstum því og ég hef bara eiginlega ekkert gert annað en þetta.“

Verk Steinunnar verður á stúdentagarðinum fram í október en þessa helgi í Hull verður einnig sett tónlistarhátíð sem söngvarinn og íslandsvinurinn John Grant stýrir. Þar er lögð áhersla á framsækna raftónlist og margir íslenskir listamenn eins og Tonik Ensemble, GusGus, Prins Póló, Fufanu og Mugison koma fram.

Mynd með færslu
 Mynd: flickr.com
John Grant velur þá listamenn sem spila á hátíðinni og margir af þeim eru íslenskir.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Stytta Steinunnar fundin

Menningarefni

Kærður fyrir að krota á styttur Steinunnar

Menningarefni

Býr til sívinsælar manneskjur

Innlent

Stytta Steinunnar afhjúpuð í Hull