Jafntefli í stórleiknum

19.03.2017 - 18:22
epa05294929 Sergio Aguero of Manchester City reacts after scoring against Arsenal during the English Premier League soccer match between Manchester City and Arsenal at the Etihad Stadium, Manchester, Britain, 8 May 2016.  EPA/Nigel Roddis EDITORIAL USE
Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, er einn allra besti framherji heims.  Mynd: EPA
Manchester City og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 29. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Liðin mættust á Ethiad vellinum í Manchester borg, heimavelli Manchester City en það voru hins vegar gestirnir frá Liverpool sem skoruðu fyrsta mark leiksins.  Þar var á ferðinni James Milner sem skoraði örugglega úr vítaspyrnu, staðan orðin 1-0 fyrir gestunum.

Það leið þó ekki á löngu þar til heimamenn voru búnir að jafna þegar Sergio Aguero stýrði fyrirgjöf frá Kevin De Bryne í netið.  Staðan 1-1 og það urðu lokatölur.

Eftir leikinn eru City menn í 3. sæti deildarinnar með 57 stig en Liverpool er í því fjórða með 56 stig.  Manchester City hafa þó einungis leikið 28 leiki en Liverpool 29.

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður