Jafnast á við góðan svefn

15.05.2017 - 09:26
„Þetta er það besta sem ég geri fyrir líkama og sál, það er bara dásamlegt að láta sig fljóta," segir Pálína Hildur Sigurðardóttir en hún er ein fjölmargra sem stunda flot sér til heilsubótar.

Í sundlauginni á Hofsósi býður fyrirtækið Infinity Blue upp á flot. Þá kemur fólk, fær lánaða sérstaka flothettu, fótaflot og teppi og liggur svo á bakinu í vatninu í fullkominni í afslöppun í dágóðan tíma.

„Sagt er að klukkutíma flot sé á við fjögurra tíma svefn," segir Auður Björk Birgisdóttir, eigandi Infinity Blue.

Landinn reyndi að halda sér á floti. 

Mynd með færslu
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Landinn