Ísland í 22. sæti á styrkleikalista FIFA

14.09.2017 - 08:42
Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Marian Kolodziejski
Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrir A-landslið karla í fótbolta var gefinn út í dag. Ísland er í 22. sæti listans og fellur niður um tvö sæti frá því listinn var síðast birtur.

Ísland vann Úkraínu en tapaði fyrir Finnlandi í byrjun mánaðar og þau úrslit hafa áhrif á stöðu Íslands á listanum. Ísland er efst norðurlandaþjóða, en Svíar eru þó aðeins sæti neðar en Ísland að þessu sinni.  

Danir koma svo í 26. sæti en lengra er í Norðmenn sem eru í 73. sæti og Finnar í 87. sæti. Finnar fara upp um 23 sæti frá síðasta lista, en þeir unnu bæði Ísland og Kósóvó í september. Færeyjar eru svo í 93. sæti.

Ísland er í 14. sæti ef aðeins Evrópuþjóðir eru skoðaðar á listanum. Þjóðverjar tróna á toppnum og Portúgal er í 3. sæti.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður