Ísland-Belgía klukkan 15

02.03.2016 - 14:31
Mynd með færslu
 Mynd: Knattspyrnusamband Íslands  -  KSÍ
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Belgum í fyrsta leik liðanna á Algarve mótinu í Portúgal klukkan 15 í dag. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.

Guðrún Arnardóttir, leikmaður Breiðabliks er í byrjunarliðinu og leikur sinn þriðja landsleik. Hún leikur í stöðu hægri bakvarðar í stað Rakelar Hönnudóttur sem er meidd.  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er í byrjunarliðinu á miðjunni í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur.

Guðbjörg Gunnarsdóttir (Mark)
Guðrún Arnardóttir - hægri bakvörður
Hallbera Guðný Gísladóttir - vinstri bakvörður
Glódís Perla Viggósdóttir - miðvörður        
Anna Björk Kristjánsdóttir - miðvörður
Sara Björk Gunnarsdóttir - miðja
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir -  miðja
Fanndís Friðriksdóttir - hægri kantur
Hólmfríður Magnúsdóttir - vinstri kantur
Harpa Þorsteinsdóttir - sókn
Margrét Lára Viðarsdóttir (fyrirliði) - sókn

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland og Belgía mætast í kvennaflokki. Belgía hefur verið á uppleið á styrkleikalista FIFA þar sem liðið er núna í 26. sæti en Ísland er í 19. sæti.

KSÍ verður með beina textalýsingu frá leiknum á Twitter og á Facebook.

 

Hópur Íslands á Algarve:

Markmenn Fæddur Tímabil L M Félag
Guðbjörg Gunnarsdóttir 1985 2004-2015 38   Djurgarden
Sandra Sigurðardóttir 1986 2005-2015 11   Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir 1986 2016 1   Breiðablik
           
Varnarmenn          
Anna Björk Kristjánsdóttir 1989 2013-2015 16   Örebro
Arna Sif Ásgrímsdóttir 1992 2014-2016 8 1 Valur
Glódís Perla Viggósdóttir 1995 2012-2015 34 2 Eskilstuna
Guðrún Arnardóttir 1995 2015-2016 2   Breiðablik
Hallbera Guðný Gísladóttir 1986 2008-2015 66 1 Breiðablik
Elísa Viðarsdóttir 1991 2012-2016 22   Valur
Hrafnhildur Hauksdóttir 1996 2016 1   Selfoss
Málfríður Erna Sigurðardóttir 1984 2003-2016 23   Breiðablik
           
Miðjumenn          
Fanndís Friðriksdóttir 1990 2009-2015 64 5 Breiðablik
Sara Björk Gunnarsdóttir 1990 2007-2015 87 17 FC Rosengard
Andrea Rán Hauksdóttir 1996 2016 1 1 Breiðablik
Katrín Ómarsdóttir 1987 2006-2014 64 10 Doncaster
Sandra María Jessen 1995 2012-2015 11 5 Leverkusen
Dagný Brynjarsdóttir 1991 2010-2015 57 14 Portland Thorns
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 1988 2011-2015 22 1 Stabæk
Elín Metta Jensen 1995 2012-2016 13 2 Valur
           
Sóknarmenn          
Margrét Lára Viðarsdóttir 1986 2003-2015 102 75 Valur
Hólmfríður Magnúsdóttir 1984 2003-2015 100 36 Avaldsnes
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 1992 2010-2016 10   Fylkir
Harpa Þorsteinsdóttir 1986 2006-2015 54 11 Stjarnan
 

 

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður