Irma: Minnst 69 létust

13.09.2017 - 16:12
epa06201138 A destroyed home after Hurricane Irma struck the Florida Keys in Marathon, Florida, USA, 12 September 2017. Many area remain under a dawn to dusk curfew.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Að minnsta kosti 69 létust af völdum fellibylsins Irmu á leið hans yfir Karíbahaf og Flórída. Embættismenn greindu frá þessu í dag.

Þeir sögðu að minnst 26 hefðu látist í Flórída og grannríkjum. Þar á meðal fimm íbúar hjúkrunarheimilis sem létust eftir að það slökknaði á loftkælingu í rafmagnsleysi. Að sögn fréttastofunnar Reuters er hafin lögreglurannsókn á dauða fólksins.

Yfirvöld sögðu í dag að enn væru 4,3 milljónir heimila og fyrirtækja án rafmagns. Byrjað væri að meta tjón á eyjunum Florida Keys, en talið væri að um fjórðungur íbúðarhúsa á svæðinu væri ónýtur og um 65 stórskemmd.