iPhone 5 og 5C styðja ekki uppfærslu iOS

06.06.2017 - 11:36
epa05276863 (FILE) A file photo dated 19 September 2014 showing a customer holding the latest generation od Apple iPhones in an Apple store in Oberhausen, Germany. Apple will release their financial year 2016 2nd quarter results on 26 April 2016. Media
 Mynd: EPA  -  ANP FILE
Uppfærsla á stýrikerfi iPhone gerir það að verkum að ekki verður lengur hægt að uppfæra iPhone 5 og 5C. Með nýjustu uppfærslunni, iOS 11, breytist viðmót símans nokkuð auk þess sem App Store mun taka breytingum.

Þetta kemur fram á vef Guardian.

Notendur iPhone 5 og 5C ættu hugsa sig tvisvar um áður en þeir uppfæra símana sína því það gæti haft neikvæð áhrif á virkni þeirri. Þegar síðasta stóra uppfærsla á iOS var gefin út, iOS 10, gerði hún það að verkum að iPhone 4 hætti í mörgum tilvikum að virka eftir þá uppfærslu.

Fylgifiskur þess að uppfæra síma ekki er hins vegar sá að þær öryggisuppfærslur sem fylgja hugbúnaðaruppfærslum standa notendum ekki til boða. Á hinn bóginn má benda á að með uppfærslu iOS 10 varð iPhone 4 úreldur, en það hafði að sögn tæknifróðra ekki teljandi áhrif á öryggi símanna.

Smáforrit sem nota 32 bita hugbúnað munu ekki virka eftir nýju uppfærsluna nema höfundar þeirra uppfæri þau í kjölfar hugbúnaðaruppfærslu Apple.