Hvað ætlar Ratcliffe að gera við landið?

19.04.2017 - 13:56
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er einn stærsti landeigandi hérlendis. Þær jarðir sem hann hefur keypt, svo vitað sé, eru Grímsstaðir á Fjöllum (72% hlutur), Síreksstaðir, Guðmundarstaðir og Háteigur í Vopnafirði.

Að auki á hann 33% í veiðifélaginu Streng, sem á veiðiréttindi í ýmsum laxveiðiám. Ratcliffe er meðal ríkustu manna Bretlands, en auður hans er byggður á efnaiðnaði. Hvað vakir fyrir honum? Hvað ætlar hann að gera við þessar eignir sínar hér? Jim Ratcliffe svarar því og fleiru í viðtali sem Sigrún Davíðsdóttir tók við hann í London á dögunum og sýnt verður í Kastljósi í kvöld kl. 19:35.