„Hún er góð en hún verður betri á sunnudag“

18.05.2017 - 21:51
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Gísli var markahæstur í leiknum með átta mörk og fór fyrir sínum mönnum í FH sem unnu leikinn 30-25.

Aðspurður út í viðsnúning FH frá því í síðasta leik þegar liðið tapaði með fimm mörkum þá sagði Gísli að FH liðið hefði ekki verið nægilega tilbúið í þann leik liðanna og þeir vissu að Íslandsmeistaratitillinn væri úr sögunni ef þeir myndu ekki mæta klárir í leik kvöldsins.

Viðtalið við Gísla Þorgeir má sjá í spilaranum hér að ofan.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður