Humlur í hættu

12.01.2017 - 08:27
Mynd með færslu
 Mynd: EPA  -  DPA
Embættismenn stofnunar sem hefur eftirlit með villtum dýrum í Bandaríkjunum hefur sett rauðhumlu, fyrrum algenga humlutegund, á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Humlu þessari hefur fækkað um 87 prósent frá 1990. Tegundin er mikilvæg við frjóvgun plantna og gagnleg mönnum við að frjóvga meðal annars tómata, trönuber og piparplöntur um mið- og norðurríki Bandaríkjanna, auk Kanada. Humlustofninn hefur hrunið að talið er vegna notkunar skordýraeiturs, sjúkdóma og vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV